Skipurit og samþykktir um heilbrigðiseftirlitið

Hlutverk heilbrigðisnefnda og heilbrigðiseftirlits

Hlutverk heilbrigðisnefnda er skilgreint í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, en þar segir í 13.gr:

"Heilbrigðisnefnd ber að sjá um að framfylgt sé ákvæðum laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim, samþykktum sveitarfélaga og ákvæðum í sérstökum lögum eða reglum sem nefndinni er eða kann að vera falið að annast um framkvæmd á. Nefndin skal vinna að bættu heilbrigðiseftirliti á svæði sínu, annast fræðslu fyrir almenning og efla samvinnu við önnur yfirvöld og aðila sem vinna að þessum málum". 

13 gr. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir

Heilbrigðisnefnd er samsett þannig að:

"Í hverri nefnd skulu eiga sæti sex menn, fimm kosnir af hlutaðeigandi sveitarstjórnum, þar af skal einn vera formaður, og einn tilnefndur af samtökum atvinnurekenda á eftirlitssvæðinu. Atkvæði formanns ræður úrslitum ef atkvæði falla jafnt í nefndinni. Náttúruverndarnefndir sveitarfélaga á eftirlitssvæðinu eiga rétt á að tilnefna einn fulltrúa í nefndina til viðbótar en hann hefur ekki atkvæðisrétt við afgreiðslu mála í nefndinni. Sömu reglur gilda um varamenn."

11. gr lög nr. 7/1998

Heilbrigðiseftirlitið vinnur í umboði heilbrigðisnefndar og samkvæmt samþykktum um heilbrigðiseftirlitið frá 2022.

Samkvæmt samþykktunum skipa sveitarfélögin fulltrúa í nefndina á eftirfarandi hátt. 

  • Garðabær: 1 fulltrúi
  • Hafnarfjörður: 1 fulltrúi 
  • Kópavogur: 1 fulltrúi 
  • Mosfellbær: 1 fulltrúi
  • Seltjarnarnes: 1 fulltrúi
  • Samtök atvinnulífsins: 1 fulltrúi