Í lögum um velferð dýra nr. 55/2013, með síðari breytingum er fjallað um meðferð dýra, vistarverur og umhirðu. Ráðherra gaf út reglugerð samkvæmt ákvæðum þessara laga í janúar 2016, reglugerð nr. 80/2016.
Þar er m.a. kveðið á um að skylt sé að fara vel með dýr. Óheimilt er að hrekkja dýr eða meiða. Forðast skal að ofbjóða kröftum þeirra og þoli. Matvælastofnun hefur eftirlit með því að ákvæðum laga og reglugerðar sé framfylgt.
Í lögum og reglugerðum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, með síðari breytingum, og samþykktum settum samkvæmt þeim lögum, er kveðið á um hollustuhætti og mengunarvarnir m.a. við:
Gæludýraverslanir, dýragæslu, dýralæknastofur, dýraspítala, dýragarða, umfangsmiklar dýrasýningar, dýrasnyrtistofur, hestahald, loðdýrarækt, alifuglarækt, svínarækt og kanínurækt.
Samkvæmt lögum nr.7/1998 um hollusthætti og mengunarvarnir geta Sveitarfélög sett sér sínar eigin samþykktir og sveitarfélögin sett slíkar samþykktir um takmörkun gæludýrahalds og húsdýrahalds. Yfirlit yfir þær samþykktir má finna á þessari síðu undir "ítarefni".