Hreint vatn til neyslu hefur verið talin auðlegð sem landsmenn eigi að hafa aðgang að. Til að viðhalda og tryggja þessa auðlind er nauðsynlegt að umgangast hana með varúð og tillitssemi.
Vatnsveiturnar fá sitt vatn úr borholum sem ná niður í grunnvatnið en grunnvatn er að jafnaði hreint og laust við grugg.
Með reglubundnu eftirliti og heildarúttektum er aflað upplýsinga um ástand neysluvatnsins, m.t.t. efna-, eðlis- og örverufræðilegra þátta.
Kröfur til neysluvatns er að finna í reglugerð um neysluvatn nr. 536/2001
Heildarúttekt ISOR: Sjá Tengd skjöl til hægri