Frétt

Tillaga að starfsleyfi fyrir tætingu málmúrgangs - Hringrás ehf.

Heilbrigðiseftirlitið hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir tætingu málmúrgangs allt að 75 tonnum á dag á svæði Hringrásar ehf. að Álhellu 1, Hafnarfirði.

Leyfið tekur til reksturs tætara málmúrgangs með afköstum allt að 75 tonnum á dag. Leyfið miðast við fyrrgreindan gildistíma þar sem unnið er að uppbyggingu á móttöku- og endurvinnslustöð. Starfsleyfið er gefið út á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Um starfsleyfisskyldu vísast til ákvæðis í 5. gr.  reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, með síðari breytingum, og lið 8.5 um endurnýtingu úrgangs, í X. viðauka sömu reglugerðar.

Heilbrigðisnefnd auglýsir hér með fyrirhugaða útgáfu og gildistöku starfsleyfis. Meðfylgjandi eru drög að starfsleyfinu þar sem fram koma þau skilyrði og sértækar kröfur sem gerðar eru vegna mengunarvarna. Þeir sem hafa athugasemdir við starfsleyfið skulu senda heilbrigðiseftirlitinu athugasemdir á netfangið hef@heilbrigdiseftirlit.is fyrir 8. ágúst 2024.

Drög að starfsleyfi