Frétt

Tillaga að starfsleyfi fyrir móttöku og endurnýtingu á jarðvegsúrgangi, Kvartmíluklúbburinn Hafnarfirði

Heilbrigðiseftirlitið hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir móttöku og endurnýtingu á jarðvegsúrgangi Kvartmíluklúbbsins að Reykjanesbraut 200, Hafnarfirði.

Leyfið tekur til reksturs móttöku og endurnýtingu á jarðvegsúrgangi til fyllingar í jarðvegsmön Kvartmíluklúbbsins, Reykjanesbraut 200, sbr. ákvæði 5. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit og sbr. lið 19 í viðauka IV laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Gerð er krafa um að reksturinn fylgi ákvæðum reglugerða um hollustuhætti nr. 941/2002 um húsnæði og lóðir auk reglugerðar um meðhöndlun úrgangs nr. 737/2003 ásamt reglugerð um mengaðan jarðveg nr. 1400/2020. Leyfið er gefið út með skilyrðum um að ákvæðum laga og reglugerða um hollusthætti og mengunarvarnir hverju sinni, sé fylgt. Umsækjandi starfsleyfis er Kvartmíluklúbburinn, kt. 660990-1199.

Drög að starfsleyfi