Tillaga að starfsleyfi fyrir Steinprýði, Hvaleyrarbraut 20 í Hafnarfirði
Heilbrigðiseftirlitið hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir steinsmiðju Steinprýði ehf. , Hvaleyrarbraut 20 í Hafnarfirði. Leyfið er gefið út með skilyrðum um að ákvæðum laga og reglugerða um hollusthætti og mengunarvarnir hverju sinni, sé fylgt.
Heilbrigðiseftirlitið hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir steinsmiðju Steinprýði ehf. kt.700317-0990 að Hvaleyrarbraut 20 í Hafnarfirði. Leyfið er gefið út með skilyrðum um að ákvæðum laga og reglugerða um hollusthætti og mengunarvarnir hverju sinni, sé fylgt. Umsækjandi starfsleyfis er Steinprýði kt.700317-0990.
Leyfið tekur til reksturs steinsmíði sbr. ákvæði 5 gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun fra atvinnurekstri og mengunareftirlit. Þá er gerð krafa um að reksturin fylgi ákvæðum reglugerða um hollustuhætti nr. 941/2002 um húsnæði og lóðir auk reglugerðar um meðhöndlun úrgangs nr. 737/2003. Sérstök athygli er vakin á að gerð er krafa um að fylgt sé reglugerð um fráveitur og skólp nr. 798/1999.