Matvælaöryggi ótryggt - Good Dees vörur sem innihalda allulose
Óleyfilegt nýfæði
Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis varar neytendur við neyslu á Good Dees Sugar free maple syrup og Good Dees Chocolate chips sem selt er á heimasíðu Focused ehf. www.lowcarb.is. Varan inniheldur allulose (D-Psicose) sem er flokkað sem nýfæði í Evrópu. Áhættumat hefur ekki farið fram á efninu og því ekki hægt að fullyrða um hvort matvaran sé örugg til neyslu. Sala á vörunni er óheimil í Evrópu.
• Vörumerki: Good Dees
• Vöruheiti: Sugara free maple syrup og chocolate chips
• Framleiðandi: Good Dees
• Innflytjandi: Focused ehf.
• Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Allar lotur / dagsetningar
• Dreifing: www.lowcarb.is
Nánari upplýsingar fást hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis í netfanginu hhk@heilbrigdiseftirlit.is