Frétt

Innköllun á Bonga fiski - Histamín yfir mörkum

Vara óhæf til neyslu

Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness hefur í samráði við Lagsmann ehf. innkallað Afroase Bonga dried whole fisk. Ástæða innköllunar er að varan innheldur histamín langt yfir mörkum og aukið magn annarra lífrænna amína. Varan er óhæf til manneldis og varar heilbrigðiseftirlitið við neyslu matvælanna.

Upp­lýs­ing­ar um vöru sem inn­köll­un­in ein­skorðast við:

  • Vörumerki: Afroase
  • Vöru­heiti: Bongo fish dried whole
  • Best fyr­ir dag­setn­ing: 31.12.2022
  • Strika­merki: 8719497392315
  • Net­tó­magn: 200g
  • Fram­leiðandi: Asia Express Food B.V. - Kilbystraat - Kampen - 8263 - Netherlands
  • Fram­leiðslu­land: Gambia
  • Innflytjandi: Lagsmaður ehf. / fiska.is, Nýbýlavegi 6 Kópavogi
  • Dreifing: Verslun fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogi

Viðskiptavinir sem hafa keypt ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila í verslun Lagsmanns /fiska.is að Nýbýlavegi 6.

Frekari upplýsingar eru veittar í síma 6914848 eða gengum tölvupóst fiska@fiska.is

Fréttatilkynning Lagsmanns / fiska.is