Innköllun - Tropical Sun Blackeye Beans
Varan inniheldur ólögleg varnarefni
Fyrirtækið Lagsmaður/fiska.is hefur innkallað vöruna Tropical Sun Blackeye Beans í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Seltjarnarnes og Mosfellsbæjar (HEF) þar sem varan inniheldur óleyfilega varnarefnið Chloorpyrifos-ethyl. Neysla á varnarefninu er ekki líkleg til þess að valda bráðri hættu en inntaka yfir lengri tíma getur verið skaðleg heilsu.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: Tropical sun
- Vöruheiti: Blackeye beans
- Best fyrir: 30.3.2025
- Nettómagn: 500g
- Geymsluskilyrði: Þurrvara
- Framleiðandi: Wanis Limited, Golden house orient Way, Leyton, London UK
- Framleiðsluland: Peru
- Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Fiska.is Nýbýlavegi 6 200 Kópavogur
Neytendur eru varaðir við því að neyta vörunnar og hvattir til þess að skila henni til innflytjanda.
Frekari upplýsingar veitir Fiska.is, Kópavogi.
