Innköllun á Ora mexíkóskri súpu vegna vanmerktra ofnæmisvalda
Inniheldur sellerí
ÍSAM ehf. (ORA) hefur innkallað mexíkóska súpu í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Varan inniheldur ofnæmis- og óþolsvaldinn sellerí sem er ekki tilgreindur í innihaldslýsingu.
Þeim sem ekki hafa ofnæmi eða óþol fyrir sellerí stafar ekki hætta af vörunni.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi lotu (b.f. 16.03.2024):
Vörumerki: Ora
Strikamerki: 5 690519 222502
Vöruheiti: Mexíkósk súpa
Framleiðandi: Ora (Ísam ehf)
Lotunúmer/best fyrir dagsetning: B.F. 16.03.2024 – L31873
Dreifing: Verslanir um land allt
ÍSAM bendir viðskíptavinum sínum sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir sellerí að skila vörunni í þá verslun sem hún var keypt eða farga henni.
Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Ora: gaedastjori@ora.is eða í síma 522-2700