Innköllun á Nina ground Egusi 227g
Fyrirtækið Lagsmaður (fiska.is) hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes (HEF). Grunur er um að fræin séu smituð af Salmonellu og Baccilus Cereus
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við
Vörumerki: Nina International
Vöruheiti: Ground Egusi Melon Seeds 227g
Best fyrir: 01.06.2026
Nettómagn: 227g
Geymsluskilyrði: Þurrvara
Framleiðandi: Nina International, 37 17 West St, Landover, MD 20785, Bandaríkin
Framleiðsluland: Ghana
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Fiska.is Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogur
Neitendur eiga ekki að neyta vörunar heldur skila til innflutnings aðila eða farga henni.
Frétta tilkynning fyrirtækisins
