Innköllun á Hell Ice Coffee Coconut vegna vanmerkts ofnæmisvalds.
Varan inniheldur ofnæmisvaldin mjólk sem kemur ekki fram vegna óleyfilegs tungumáls á vörunni.
Fyrirtækið Max Import ehf hefur innkallað vöruna Hell Ice Coffee Coconut vegna vanmerkinga. Upplýsingar um ofnæmis- og óþolsvaldinn Mjólk eru vanmerktar þar sem merkingar eru á óleyfilegu tungumáli. Varan er því innkölluð í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Seltjarnarnes og Mosfellsbæjar (HEF).
Upplýsingar um vöruna
• Vörumerki: Hell Energy
• Vöruheiti: Hell Ice Coffee Coconut
• Framleiðandi: Hell Energy
• Innflytjandi: Max Import
• Framleiðsluland: Ungverjaland
• Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 15.12.23
• Geymsluskilyrði: þarf ekki að geyma í kæli
• Dreifing: Krónan, Orkan, Extra, Sbarro, 10-11
Fréttatilkynning frá fyrirtæki
![](https://images.prismic.io/heilbrigdiseftirlitid/ecebedb7-49c1-4b6e-b019-28704702014d_20230926_143602.jpg?auto=compress,format)