Innköllun á Gestus rauðri smoothie blöndu
Krónan innkallar Rauða smoothie blöndu frá Gestus 450g þar sem varnarefnin Cypermethrin og Fenpropathrin hafa mælst í innihaldsefni blöndunar.
Krónan hefur innkallað vöruna í samráði við Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
Upplýsingar um vöruna:
Vöruheiti: Gestus rauð smoothie blanda
Vörumerki: Gestus
Nettómagn: 450g
Framleiðandi: CROP´S FRUIT N.V.
Innflytjandi: Krónan, Dalvegi 10-14
Framleiðsluland: Pólland
Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 02.11.2025
Geymsluskilyrði: -18°c
Dreifing: Krónan og KS
