Frétt

Innköllun á Alibaba falafel vefju vegna ómerktra ofnæmisvalda

Hveiti og sesamfræ eru ekki tilgreind í innihaldslýsingu

Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti og sesamfræjum við neyslu á Alibaba falafel vefju - vegan. Varan inniheldur hveiti og sesamfræ sem ekki er tilgreint í innihaldslýsingu. Gæti einnig innihaldið egg í snefilmagni.

Fyrirtækið hefur stöðvað sölu og innkallað vöruna í samráði við heilbrigðiseftirlitið.

  • Vörumerki: Alibaba
  • Vöruheiti: Falafel vefja - vegan
  • Framleiðandi: Shams ehf.
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetning: Allar lotur / dagsetningar
  • Dreifing: Nettó Borgarnes, Búðakór, Granda, Grindavík, Hafnarfirði, Höfn, Hrísalundi, Húsavík, Ísafirði, Krossmóa, Lágmúla, Mjódd, Nóatúni, Selfossi, Sunnukrika
    Iceland Engihjalla
    Kjörbúðin Blönduósi, Dalvík, Ólafsfirði, Neskaupstað, Sandgerði, Bolungarvík, Hellu, Grundarfirði, Þórshöfn, Siglufirði, Djúpavogi, Fáskrúðsfirði, Seyðisfirði, Skagaströnd
    Krambúðin Skólavörðustíg, Firði, Búðardal, Flúðum, Borgartúni, Hjarðarhaga
    Samkaup Strax Suðurveri

Varan er skaðlaus þeim sem ekki eru með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti.

Nánari upplýsingar hjá Shams ehf. í síma 8684616 og á netfanginu bakarialeppo@gmail.com