Frétt

Innköllun á 6 tegundum af Prime Energy vegna óleyfilegs innihaldsefnis.

Krónan ehf hefur innkallað 6 tegundir af Prime Energy orkudrykkjum þar sem að þær innihalda L-Þíanín sem er óleyfilegt í þessari tegund af matvælum.

Krónan ehf hefur innkallað 6 tegundir af Prime Energy 330 ml í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Seltjarnarnes og Mosfellsbæjar (HEF), þar sem að þær innihalda óleyfilegt innihaldsefni L-Þíanín, Taka skal fram að varan er ekki talin skaðleg, heldur er L-þíanín skilgreint sem nýfæði og hefur ekki fengið leyfi í öðrum matvælum en fæðubótaefnum í Evrópu.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Prime Energy,

Framleiðandi: Prime Hydration

Nettómagn: 330 ml dós

Innflytjandi: Krónan, Dalvegi 10-14

Framleiðsluland: Bretland

Dreifing: Allar þjónustustöðvar N1

Vöruheiti: Prime Lemon Lime

Lotunúmer/Best fyrir dagsetningar: Öll lotunúmer með best fyrir júní 2025

Vöruheiti: Prime Blue Raspberry

Lotunúmer/Best fyrir dagsetningar: Öll lotunúmer með best fyrir júní 2025

Vöruheiti: Prime Ice Pop

Lotunúmer/Best fyrir dagsetningar: Öll lotunúmer með best fyrir júní 2025

Vöruheiti: Prime Orange Mango

Lotunúmer/Best fyrir dagsetningar: Öll lotunúmer með best fyrir maí 2025

Vöruheiti: Prime Strawberry Watermelon

Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Öll lotunúmer með best fyrir júní 2025

Vöruheiti: Prime Tropical Punch

Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Öll lotunúmer með best fyrir júní 2025

Fréttatilkynning fyrirtækisins