Frétt

Tillaga að starfsleyfi fyrir niðurrifi, Vallartröð 12A

Heilbrigðiseftirlitið hefur unnið tillögu að tímabundnu starfsleyfi vegna niðurrifs Vallartröð 12A í Kópavogi. Starfsleyfið tekur til niðurrifs húsnæðis (leikskóla) og nær til hreinsunar á lóð, húsum og lausamunum og flutningi þess í viðeigandi förgun og/eða endurvinnslu. Lagt er til að gildistími starfsleyfis verði 15. mars til 15. apríl 2022.

Heilbrigðiseftirlitið hefur unnið tillögu að tímabundnu starfsleyfi vegna niðurrifs Vallartröð 12A. Leyfishfi er ABL tak ehf. kt.590499-4049.

Starfsleyfið tekur til niðurrifs húsnæðis og nær til hreinsunar á lóð, húsum og lausamunum og flutningi þess í viðeigandi förgun og/eða endurvinnslu. Í tillögunni er lagt til að um starfsemina gildi starfsleyfisskilyrði fyrir tímabundinn atvinnurekstur vegna niðurrifs húsa og annarra mannvirkja og almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.

Lagt er til að leyfið gildi frá 15. mars til 15. apríl 2022. Leyfið er gefið út með skilyrðum um að ákvæðum gildandi laga og reglugerða um hollustuhætti og mengunarvarnamál hverju sinni sé fylgt og einnig ákvæðum III. kafla reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs, þar sem fjallað er um skyldur rekstrar aðila til að draga úr myndun úrgangs, stuðla að réttri meðhöndlun hans, endurnotkun, endurnýtingu, geymslu og förgun ásamt ákvæðum um þrifnað lóða sem og neðangreindum starfsleyfisskilyrðum sem um starfsemina gilda.

Drög að starfsleyfi.