Frétt

Tillaga að starfsleyfi fyrir niðurrif á Bjarkarholti 4 í Mosfellsbæ

Heilbrigðiseftirlitið hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir niðurrif á húsi við Bjarkarholt 4 í Mosfellsbæ og flutnings á byggingarúrgangi þaðan til förgunar og endurvinnslu.

Heilbrigðisnefnd Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness gerir tillögu um að gefa út starfsleyfi fyrir niðurrifi á Bjarkarholti 5 í Mosfellsbæ, samkvæmt ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og með vísun í ákvæði 5. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, með síðari breytingum og til liðar 10.8 í viðauka X við sömu reglugerð er fjallar um niðurrif húsa og annarra bygginga.

Starfsleyfið er gefið út á WN ehf. kt. 680105-1110 og tekur til niðurrifs á húsi að Bjarkarholti 5 og nær leyfið til hreinsunar á lóð og flutningi þess í viðeigandi förgun eða endurvinnslu.

Drög að starfsleyfi