Frétt

Innköllun á Lucky Me núðlum

Lagsmaður/fiska.is hefur innkallað Lucky Me núðlur þar sem að varnarefnið etylen oxíð mældist í innihaldsefnum þeirra.

Fyrirtækið Lagsmaður/fiska.is hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) innkallað núðlur frá Lucky Me. Varnarefnið etylen oxíð fannst í innihaldsefnum sem notaðar voru í framleiðslu á núðlunum.

Vörumerki: Lucky Me

Vöruheiti: Pamcit Canton Chilimansi, Pancit Canton kalamansi, Pancit Canton Chili, Pancit Canton chow mein, Instant noodle beef.

Best fyrir dagsetning: Allar dagsetningar

Innflytjandi: Lagsmaður ehf / Fiska.is

Framleiðsluland: Thailand

Framleiðandi: Mobde Nissin Thailand Co. LTD

Dreifing: Verslun fiska.is Nýbýlavegi 6,200 Kópavogi.

Lagsmaður ehf/fiska.is biður þá viðskiptavini sem enn eiga vöruna að farga henni eða skila henni gegn endurgreiðslu í verslun sína á Nýbýlavegi 6, Kópavogi. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 6914848 eða gengum tölvupóst fiska@fiska.is

Fréttatilkynning fyrirtækisins