Frétt

Innköllun - Vanmerkt Dökkt sælkera páskaegg nr. 6 frá Freyju.

Freyja hefur innkallað Dökkt sælkera páskaegg nr. 6, innihald vörunar er ekki í samræmi við merkingar.

Freyja sælgætisgerð hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, stöðvað sölu og innkallað Dökk Sælkera páskaegg nr.6 vegna þess að innihald vörunnar er ekki í samræmi við merkingar. Varan er ekki hættuleg til neyslu en fyrir mistök innihélt sælgætisblandan inni í egginu eina tegund hlaups sem inniheldur litarefnin karmín, luteín og Brilliant blue FCF, auk gelatíns. Gelatín og karmín eru dýraafurðir og er varan því ekki vegan eins og lofað er á umbúðum.

Upplýsingar um vöru sem sölustöðvunin einskorðast við:

  • Vörumerki: Freyja
  • Vöruheiti: Dökkt vegan páskaegg.
  • Geymsluþol: Allar dagsetningar
  • Nettómagn: 340g
  • Strikamerki: 5690545004202
  • Framleiðandi: Freyja sælgætisgerð, Kársnesbraut 102-104
  • Dreifing: Verslanir um allt land

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna geta skilað í verslunina þar sem hún var keypt henni gegn fullri endurgreiðslu. Varan er ekki talin skaðleg neytendum og aðeins þessi eina tegund sælgætis inni í henni sem ekki er vegan.

Allar nánari upplýsingar veitir Freyja sælgætisgerð í s.540-4500 eða í gegnum netfangið freyja@freyja.is

Fréttatilkynning Freyju