Vatnsvernd

SLYS OG MENGUNARÓHÖPP Á VATNSVERNDARSVÆÐI HÖFUÐBORGAR-SVÆÐISINS TILKYNNIST TAFARLAUST Í NEYÐARSÍMANN   112

Vatnsvernd er skilgreind til að varðveita vatnsgæði og er jafnframt umgjörð um aðgerðir sem hindra eiga að vatnsgæðin spillist.

Vatnsverndarsvæði er afmarkað svæði á vatnasviði vatnsbóla þar sem vatnsvernd hefur verið komið á.

Í gildi er reglugerð um varnir gegn mengun vatns þar sem vatnvernd er nánar skilgreind.

Reglugerð um varnir gegn mengun vatns nr. 796/1999 með breytingu nr. 533/2001 og 913/2003.

Vatnsverndarsvæði Reykjavíkur og nágrennis; Öryggisreglur fyrir verktaka og aðra. (2010)
Vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu tímabilið 1997 - 2002 
Kort yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins (sjá tengd skjöl)

 

30. maí 2013
Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um olíuslys er varð í Bláfjöllum þann 8. maí 2013

Fundargerðir Framkvæmdastjórn um vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins.
 

,,Framkvæmd vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu’’ 
ritgerð eftir Pál Stefánsson heilbrigðisfulltrúa

Sumarið 2005 gaf Orkuveita Reykjavíkur út ritið "Framkvæmd vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu" eftir Pál Stefánsson heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.  Ritið er master ritgerð hans í umhverfisfræðum við Háskóla Íslands frá 2004.