Tilkynning vegna neyðarstigs almannavarna og samkomubanns

Starfsemi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis verður takmörkuð á meðan neyðarstig almannavarna stendur yfir og samkomubann er í gildi.

Starfsmenn eftirlitsins verða við störf, en afgreiðsla viðskiptavina á skrifstofu eftirlitsins að Garðatorgi 5, verður lokuð. Ef koma þarf gögnum til heilbrigðiseftirlitsins er hægt að hringja í síma 550-5400 og fá upplýsingar um hvernig hægt er koma gögnum til skila, fá stimplaðar teikningar o.þ.h.

Aðrar þjónustuleiðir til að ná sambandi við heilbrigðiseftirlitið eru að nýta aðalnetfang heilbrigðiseftirlitsins hhk@heilbrigdiseftirlit.is. Á heimasíðunni eru einnig upplýsingar um símanúmer stjórnenda heilbrigðiseftirlitsins, sem hægt er að hringja í utan hefðbundins opnunartíma.

Reglubundnu eftirliti og úttektum verður ekki sinnt á meðan neyðarstig stendur yfir, en reynt verður að verða við nýskráningu starfsleyfa eins og kostur er, en það verður metið í hverju tilfelli og þau samþykkt með fyrirvara um lokaúttekt heilbrigðisfulltrúa.

Heilbrigðiseftirlitið tryggir áfram óbreytt eftirlit með öryggi neysluvatns og tekur sýni miðað við þarfir og tilefni. Sama gildir um viðkvæma matvælaframleiðslu. Fylgst verður með þrifum á opinberum stöðum og eftirlit haft með flutningi sorps og annarri hreinsun sem nauðsynleg er vegna lýðheilsuógnar í samráði við Stjórnstöð almannavarna, Umhverfisstofnunnar og fleiri hluteigandi.  Þá mun heilbrigðiseftirlitið bregðast við ef upp koma tilvik um matarsýkingar, mengunarslys eða önnur mikilvæg verkefni sem því er falið að sinna.

Upplýsingar um Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogs

Aðalsímanúmer: 550-5400, netfang: hhk@heilbrigdiseftirlit.is

Framkvæmdastjóri:

Hörður Þorsteinsson sími 896-1227, netfang: hordur@heilbrigdiseftirlit.is

Deildarstjóri umhverfissviðs:

Páll Stefánsson sími 896-0981, netfang: pall@heilbrigdiseftirlit.is

Deildarstjóri matvæla- og hollustuhátta:

Þóra Dögg Jörundsdóttir sími 663-0731, netfang: thoradogg@heilbrigdiseftirlit.is

 

 

Fundargerðir

25.02.2020

Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 24. febrúar 2020

28.01.2020

Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 27. janúar 2020

03.12.2019

Fundargerð Heilbrigðisnefnd frá 2.12.2019

29.10.2019

Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 28. október 2019

01.10.2019

Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 30. september 2019