Dýrahald

Í lögum um velferð dýra nr. 55/2013, með síðari breytingum er fjallað um meðferð dýra, vistarverur og umhirðu. Þar er m.a. kveðið á um að skylt sé að fara vel með dýr. Óheimilt er að hrekkja dýr eða meiða. Forðast skal að ofbjóða kröftum þeirra og þoli. Í lögum og reglugerðum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, með síðari breytingum, og samþykktum settum samkvæmt þeim lögum, er kveðið á um hollustuhætti og mengunarvarnir m.a. við gæludýraverslanir, dýragæslu, dýralæknastofur, dýraspítala, dýragarða, umfangsmiklar dýrasýningar, dýrasnyrtistofur, hesthald, loðdýrarækt, alifuglarækt, svínarækt og kanínurækt.