Mengunarvarnir

Mengunarvarnaeftirlit tekur til eftirlits með þeim þáttum sem eiga að fyrirbyggja eða draga úr mengun lofts, láðs eða lagar, eftirlits, með eiturefnum og hættulegum efnum og fræðslu um þessi mál. Mest áhersla er lögð á að koma í veg fyrir mengun með því að fylgja eftir kröfum um mengunarvarnir. Áríðandi er að spilliefnum sé skilað til förgunar hjá réttum aðilum og að úrgangur sé flokkaður þannig að endurnýta megi hann að sem mestu leyti.