Mjólk í Oumph! Burger

19.03.2020

Oumph! innkallar eina framleiðslulotu af The Oumph! Burger 2 stk í pakka.
Við prófun kom í ljós að varan getur innihaldið snefilmagn af mjólk sem ekki er tilgreint á umbúðum.
Innflytjandi vörunnar, Veganmatur ehf, hefur innkallað vörurnar í samráði við framleiðanda og
Heilbrigðiseftirlit Kópavogs og Garðabæjar.

Innköllunin á við um eina framleiðsludagsetningu sem merkt er best fyrir 9. júlí 2021. Varan er
örugg til neyslu fyrir þau sem ekki hafa ofnæmi eða óþol fyrir kúamjólk.

Vörumerki: Oumph!
Vöruheiti: The Oumph! Burger 2x 113gr
Framleiðandi: Food For Progress
Innflytjandi: Veganmatur ehf
Framleiðsluland: Bretland
Best fyrir dagsetning: 21. júlí 2021
Geymsluskilyrði: Frystivara
Dreifing: Verslanir Krónunnar, Hagkaups og Nettó, Fjarðarkaup, Super1 og Melabúðin

Neytendur geta skilað vörunni á næsta sölustað gegn endurgreiðslu.

Oumph burger