Lagsmaður innkallar hlaup bangsa

10.06.2020

Við prófun kom í ljós að varan inniheldur hlaupmótandi aukaefni unnið úr þangi sem getur valdið áhættu á köfnun.

Innflytjandi vörunnar, Lagsmaður ehf , hefur innkallað vörurnar í samráði við framleiðanda og Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis.

 

Innköllunin á við um 6 vörutegundir:

ABC assorted Cups 300g 6x123 gr

ABC assorted jelly pudding 1.28 kg

ABC assorted Fruitery jelly assorted 285 gr

ABC girl jelly fruity bites 1.18 kg

ABC jelly in jar 1 kg

 

Vörumerki: ABC Jelly
Framleiðandi: Tsang Lin Industries Ltd(Taiwan)
Innflytjandi: Lagsmaður ehf
Framleiðsluland: Taiwan
Dreifing: Verslanir fiska.is, Bláa sjoppan, Bolabankinn. 

Þeir viðskiptavinir sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki heldur skila henni í verslun okkar að Nýbýlavegi 6 í Kópavogi gegn endurgreiðslu eða farga henni.